Gleði og gaman í Mjóafirði

Hópur 7. bekkinga í siglingu
Hópur 7. bekkinga í siglingu

Í björtu og góðu veðri í dag heimsóttu nemendur 7. bekkjar Mjóafjörð ásamt 7. bekkingum annarra grunnskóla í Fjarðabyggð.  Farið var með rútum frá Fjarðabyggð og til Mjóafjarðar. Þar voru fjárhúsin á Brekku heimsótt, fiskvinnslan skoðuð og gengið um þorpið undir leiðsögn heimamanna. Einnig var farið í stutta siglingu út á fjörðinn og skoðaðir hellar. Grillaðar voru pylsur og farið í leiki í góða veðrinu.