Gleðileg jól!

Föstudagurinn 17. desember er síðasti kennsludagur fyrir jólafrí. Sá dagur hefst kl. 8:10 eins og venjulega og verður kennsla samkvæmt stundaskrá fram að hádegi. Eftir hádegishlé mun hver bekkur halda sín stofujól og mæta nemendur með kerti, smákökur og einhvern drykk (gos eða safa). Nemendur gæða sér á kökum meðan lesin er jólasaga og jólakort afhent. Skóla lýkur kl. 13:10 og er engin kennsla eftir hádegi en skólaselið verður opið til 16:20.

Fyrsti dagur í jólafríi nemenda er mánudagur 20. desember og hefst skóli og skólasel aftur á nýju ári þriðjudaginn 4. janúar 2022.
Við viljum nota tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þakklæti fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.