Glíman er þjóðaríþrótt Reyðarfjarðar

Mynd frá glímukeppni 2015 en þarna má sjá nokkra af glímuköppnum sem náðu góðum árangri í keppninni …
Mynd frá glímukeppni 2015 en þarna má sjá nokkra af glímuköppnum sem náðu góðum árangri í keppninni í ár.

Á nýafstöðnu Íslandsmóti í glímu sýndu Reyðfirðingar það enn og aftur að glíman er okkar þjóðaríþrótt.

Í frétt hér á undan segir frá afrekum Hákonar Gunnarssonar, nemenda í 10. bekk en fleiri Reyðfirðingar og nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar stóðu sig með stakri prýði á mótinu eins og sjá má á þessum upplýsingum sem fengnar eru af heimasíðu Glímusambands Íslands.


Flokkur

Nafn

Bekkur

Sæti

14 ára stelpur

Elín Eik Guðjónsdóttir

8.

1.

16 ára strákar

Hákon Gunnarsson

10.

1.

16 ára strákar

Snjólfur Björgvinsson

10.

2.

16 ára strákar

Sebastían Andri Kjartansson

10.

3.

Unglingar kk -80 kg

Snjólfur Björgvinsson

10.

1.

Unglingar kk +80 kg

Hákon Gunnarsson

10.

1.

Unglingar kk +80 kg

Sebastian Andri Kjartansson

10.

4.