Grænfáninn í fimmta sinn

Í dag fékk skólinn afhentan formlega Grænfánann í fimmta. sinn. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem er veitt þeim skólum sem standa sig vel í umhverfismálum og vinna að sjálfbærni. Myndirnar á fánanum hafa ákveðna merkingu.  Græni liturinn minnir á græna gróðurinn sem er forsenda alls lífs á jörðinni. Hvíti hringurinn minnir á sólina og jörðina, blái og hvíti liturinn í bókinni minna á loft og vatn, hreint loft og vatn sem eru líka lífsnauðsynjar sem við verðum að fara vel með. Tréð og maðurinn eru ein heild sem minnir okkur á að maðurinn er hluti af náttúrunni og verður að fara vel með hana. Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefum grænfánans. Að jafnaði tekur sú vinna tvö ár. Þegar skóli hefur stigið skrefin sjö og náð markmiðum sínum má sækja um fá afhentan grænfána. Innilega til hamingju allir.