Gunnar Helgason rithöfundur í heimsókn

Í síðustu viku kom til okkar Gunnar Helgason rithöfundur og las upp úr nýju bókinni sinni Bannað að eyðileggja.

Gunnar Helgason er nemendum vel kunnur. Þau þekkja flest Gunna og Felix auk þess sem mörg þeirra hafa lesið bækur Gunnars t.d. um fótboltakrakkana snjöllu m.a. í Víti í Vestmannaeyjum.

Nemendur tók Gunnari mjög vel og fór hann á kostum þar sem hann lék á alls oddi og las fyrir krakkana.