Gunni og Felix fóru á kostum

Gunni og Felix heimsóttu okkur í dag og fóru á kostum. Heimsókn þeirra er liður í verkefninu List fyrir alla.

Felix ræddi við nemendur um að við ættum öll að tileinka okkur virðingu og væntumþykju gagnvart hvert öðru. Við erum allskonar og mannlífið er fjölbreytt og litríkt og það eigum við að virða. Fjölskyldur er að sama skapi allskonar og hafa alltaf verið. Engin ein gerð af fjölskyldu er betri eða rétthærri en önnur. 

Gunni sagði þeim frá þeirri kenningu sinni að bækur fyrir börn ættu að vera fyndnar eða spennandi en þó aðallega bæði fyndnar og spennandi. Hann las svo með tilþrifum úr einni af bókum sínum.

Nemendur gáfu þeim félögum gott hljóð og sátu andaktugir í heila klukkustund. Í lok samverunnar klæddu Felix og Gunni sig í sparifötin og sungu og dönsuðu og allur salurinn með. Sérlega skemmtileg heimsókn. Hér má sjá fleiri myndir.