Heimsókn forseta Íslands

Í gær heimsótti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Grunnskóla Reyðarfjarðar. Yngstu nemendur skólans tóku á móti honum og buðu hann velkominn í skólann okkar þar sem hann gekk í gegnum fánaborg heim að skólanum. Heimsóknin er liður í opinberri heimsókn forsetans til Fjarðabyggðar.

Forsetinn fékk kynningu á fjölbreyttu starfi skólans. Unglingarnir okkar kynntu fyrir honum þemanámið og hann heimsótti miðstigið þar sem nemendur unnu í verkefni um náttúruna í kringum okkur. Að lokum sungu nemendur fyrir forsetann lokalagið okkar úr Grease. Þetta var skemmtileg heimsókn og nemendur stóðu sig með mikilli prýði.

Hér má sjá fleiri myndir frá heimsókninni.