Hugmyndir og hönnun

Þemanám á unglingastigi er mjög fjölbreytt. Verkefnið þessa dagana er að æfa sig í hönnunarvinnu. Verkefnið heitir hugmyndir og hönnun og felst í því að hanna lærdómsrými sem hentar félaganum. Þau vinna í pörum, taka viðtal hvert við annað, skissa og gera líkön eftir vinnuteikningu. Hér reynir á að hlusta, greina, rökræða og skapa.