Í ævintýraferð

Nemendur á leið í flúðasiglingu
Nemendur á leið í flúðasiglingu

Undanfarna daga hafa nemendur 9. bekkjar dvalið í Skagafirði þar sem þeir hafa notið fjölbreyttrar afþreyingar. 

Árlega fara nemendur 9. bekkjar í skólaferðalag og undanfarin ár hefur hópurinn að mestu dvalið á Bakkaflöt í Skagafirði þar sem boðið er upp á margt skemmtilegt eins og kajakferðir, flúðasiglingar og klettaklifur, svo fátt eitt sé nefnt. Ferðin í ár hefur gengið mjög vel og nemendur staðið sig með miklum sóma.