Jólasveinarnir heimsóttu okkur í dag!

Í dag vorum við svo heppin að þrír vaskir jólasveinar heimsóttu okkur og það vildi svo vel til að við vorum akkúrat að dansa í kringum jólatréð og syngja hástöfum.

Við erum afar ánægð með að hafa náð því að halda jólaball yngri nemenda en það gátum við með því að hólfa nemendur niður og dansaði hvert hólf í kringum jólatréð og fóru svo í sínar heimastofur þar sem nemendur horfðu á rafræn skemmtiatriði sem höfðu verið tekin upp fyrr um daginn. Svona náum við að aðlaga okkur breyttum aðstæðum og njótum um leið undirbúnings jóla. Hér má sjá fleiri myndir frá jólaballi.