Kærkomin gjöf frá Foreldrafélaginu

Í gær fékk skólinn að gjöf frá Foreldrafélaginu fjölbreyttan búnað til kennslu í forritun.

Um er að ræða róbóta sem nemendur forrita með ýmsum hætti og búnað fyrir yngri nemendur einnig til forritunar. Þessi gjöf er mjög kærkomin enda forritun hluti af hinni stafrænu tækni sem unnið er að innleiðingu á í grunnskólum landsins. 

Sterk rök eru fyrir mikilvægi forritunarkennslu í grunnskólum og á það sérstaklega við um forritun sem fram fer á fjölbreyttan og skapandi hátt í samhengi við annað nám nemenda. Tryggja þarf sem bestan undirbúning nemenda fyrir framtíð þar sem vægi tækni og sköpunar verður sífellt mikilvægari.