Kertasníkir fær ekki gott heimferðarveður!

Jólasveinarnir knáu sem heimsóttu okkur fyrir jól
Jólasveinarnir knáu sem heimsóttu okkur fyrir jól

Í dag er þrettándi dagur jóla og jafnframt þeirra síðastur. Þá heldur Kertasníkir, sá jólasveinn sem kemur síðastur þeirra bræðra til byggða fyrir jól, heim á leið. Einum nemanda í 1. bekk varð að orði að hann fengi heldur leiðinlegt veður til heimferðar. Við verðum því að leggjast öll á eitt að hugsa hlýlega til hans. Undanfarin ár höfum við kvatt jólin með flugeldasýningu sem Björgunarsveitin Ársól hefur boðið okkur upp á en því miður urðum við að sleppa því í dag, vegna veðurs.