Leiksýning í kvöld

Í kvöld mun leikhópur Grunnskóla Reyðarfjarðar sýna tvö verk á sviði skólans. 

Leikhópurinn hefur undanfarna mánuði æft upp tvö verk sem sýnd voru á Þjóðleik á Egilsstöðum í síðustu viku. Þetta eru verkin Tjaldið eftir Hallgrím Helgason og Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttir. 

Við hvetjum alla til að mæta en verkið hentar þó ekki ungum börnum. Miðaverð er kr. 1500.