Líf og fjör á öskudegi

Kennarar leggja alltaf mikinn metnað í grímubúninga. Hér er unglingastigið klætt sem Mjallhvít og dv…
Kennarar leggja alltaf mikinn metnað í grímubúninga. Hér er unglingastigið klætt sem Mjallhvít og dvergarnir allir.

Líf og fjör var á öskudegi í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Nemendur mættu í skemmtilegum og fjölbreyttum grímubúningum og mátti sjá marga kynjaveruna svífa um ganga skólans.

Að þessu sinni fóru nemendur ekki um bæinn til að sníkja sælgæti í fyrirtækjum en þess í stað sendu stofnanir og fyrirtæki nemendum sælgæti upp í skóla. Nemendum var skipt í 17 hópa þvert á árganga og fór dagurinn í það að ferðast í hópum um skólann og leysa fjölbreytt verkefni og þrautir. Á hverri stöð fengu svo nemendur sælgæti fyrir vel unnin störf. Hér má sjá myndir frá einni stöð.

Við viljum, fyrir hönd nemenda, senda fyrirtækjum og stofnunum í bænum okkar bestu þakkir fyrir að hjálpa okkur við að gera daginn skemmtilegan.