Lífið er blátt, á mismunandi hátt!

Á morgun, þriðjudag höldum við Bláa daginn hátíðlegan með því að mæta í einhverju bláu og styðjum þannig börn með einhverfu. Vitundar- og styrktarátakið BLÁR APRÍL miðar að því að fræða og upplýsa almenning um einhverfu og auka þannig skilning, viðurkenningu og samþykki á því sem er “út fyrir normið”. Því öll erum við einstök og höfum okkar styrkleika og veikleika og það á við um einhverfa eins og alla aðra. Einhverfa er alls konar! Því vonum við að sem flestir sýni lit með því að klæðast bláu á bláa daginn og styrkja einhverf börn.

Fögnum fjölbreytileikanum! Því lífið er blátt á mismunandi hátt!