List fyrir alla

Í dag fengum við heimsókn tveggja dansara sem taka þátt í verkefninu List fyrir alla. Þetta voru þær Valgerður Rúnarsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir dansarar, kennarar og danshöfundar sem buðu nemendum upp á sýningu og smiðjuna Dans fyrir alla. Byrjað var á stuttri sýningu á sal skólans og að henni lokinni fóru nemendur í íþróttahúsið þar sem þeir fengu tækifæri til þess að prófa sig áfram, búa til og ræða dans.

Það er ekkert rétt eða rangt í dansinum heldur gefst hverjum og einum tækifæri til þess að skapa sinn dans með sínum líkama, því öll erum við jú einstök og  fullkomin eins og við erum. Hér má sjá myndir frá sýningunni.