Listaverk með öllu því sem stendur mér næst

Maron Fannar Aðalsteinsson færði skólanum listaverk að gjöf en verkið var lokaverkefni hans í 10. bekk.

Maron sem er mikill listateiknari vann verkið í lokaverkefnis vikunni. Þar má finna myndir af ýmsu sem stendur Maroni nærri. Myndin er litskrúðug og falleg og mun hanga uppi á vegg í skólanum, nemendum og starfsfólki til gleði og yndisauka.

Þess má geta að fyrir þremur árum vann Maron Fannar samkeppni um hönnun á merki Melaskóla.