Litla upplestrarkeppnin

Nemendur 4. bekkjar héldu lokahátíð Litlu upplestrarkeppninnar og buðu foreldrum sínum að koma og hlýða á en nemendur ahfa undanfarnar vikur verið að æfa sig fyrir þessa athöfn.

Litla upplestrarkeppnin byggir á sömu hugmyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin þar sem ávallt er haft að leiðarljósi að keppa að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Lögð er áhersla á virðingu og vandvirkni, allir nemendur eru með í liðinu, allir koma fram á lokahátíð og allir fá viðurkenningarskjal í lokin.