Ljóðskáld í heimsókn

Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir heimsóttu okkur á dögunum og færði skólanum eintak af ljóðabókinni sinni, Hugarheimur skúffuskálds.  Steinunn las upp úr bókinni fyrir nemendur 10. bekkjar en þeir höfðu verið að vinna með ljóðin hennar í íslenskutímum. Steinunn spjallaði síðan við nemendur um ljóðin og ljóðlist og um bókina sem hún hannaði sjálf. Bókin er lokaverkefni Steinunnar frá Verkmenntaskóla Austurlands.