Lokaball unglingastigs

Lokaball unglingastigs fór fram í vikunni og eftir undangengna góðviðrisdaga var við hæfi að hafa sólstrandarþema. Okkar frábæra nemendaráð skreytti salinn og þá kom sér vel að eiga ávextina frá Ávaxtakörfunni. 

Hljómsveitin Villti Villi hóf dansleikinn og síðan tók DJ Patryk við. Mikið fjör og mikið gaman eins og sjá má á myndunum í myndasafninu efst í hægra horninu á forsíðu heimasíðunnar.