Lokaverkefni 10. bekkinga

Heimir Þórarinsson segir frá verkefni sínu
Heimir Þórarinsson segir frá verkefni sínu

Síðustu dagana á hverju vori vinna nemendur í 10. bekk að lokaverkefnum sínum sem eru fjölbreytt og áhugaverð hvert á sinn hátt.

Nemendur velja verkefni og viðfangsefni eftir áhugasviði og leggja mikla vinnu í verkefnin sín. Afurðir verkefnanna eru eins fjölbreyttar og verkefnavalið gefur tilefni til en nemendur kynntu verkefnin sín í gær á sal skólans. Þar lögðu kennarar mat á kynningarnar en það mat er hluti af lokamati kennara á vinnu nemenda. Viðstaddir kynningarnar voru nemendur í 7. - 9. bekk.

Dæmi um verkefni má nefna hönnun á fatnaði og hann saumaður, reynsla af starfi verkamanna í byggingariðnaði, ígrundun á starfi hjarta og blóðrásar, saga skólans í máli og myndum og líkan að skólanum, hönnun og smíði á blómakassa, hönnun og smíði á tafli í anda norrænna trúarbragða, svo eitthvað sé nefnt.