Maður á að endurvinna í staðinn fyrir að henda

Þannig mælti ungur nemendi í Grunnskóla Reyðarfjarðar þegar umhverfisnefndin okkar kallaði nemendur á sal og fjallaði um verndun jarðar.

Nemendur fengu að sjá stutt myndbönd sem sýndu m.a. rusl í sjónum og höfðu nemendur miklar áhyggjur af því. 

Fram kom að:

  • 75% af því sorpi sem finnst í heimhöfunum er plast.
  • Plasteindir sem eru minni en 5 millimetrar kallast örplast (míkróplast). Það eru örsmáar plastagnir sem erfitt er að greina berum augum og sumar eru ósýnilegar okkur mönnunum. 
  • Um 60% af fatnaði sem er búinn til í heiminum er úr plast.

Nemendur fengu líka að sjá myndband af framtaki eins manns sem hafði frumkvæði að því að hreinsa Vesova ströndina í Mumbai á Indlandi. Þar fékk hann í lið með sér hóp fólks sem hreinsaði ströndina og bar verkefnið svo mikinn árangur að Sameinuðu þjóðirnar lýstu því sem heimsins mesta strandhreinsunar átaki hingað til. Áður hafði ströndin verið heimkynni skjaldbaka sem snéru aftur eftir átakið. Þessi saga kennir okkur að hver og einn getur haft áhrif.