Menningarmót - Fljúgandi teppi

Á morgun, fimmtudag höldum við hátíð þar sem við sýnum afrakstur vinnu okkar í þemaviku. Í þeirri vinnu höfum við m.a. lagt áherslu á:

  • Hvað er menning?
  • Hvað er mín menning - okkar menning?
  • Hvað gerir okkur stolt og fær okkur til að blómstra?
  • Hversu mörg tungumál tölum við í bekknum okkar?

Á menningarmótinu fá börnin tækifæri til að kynna sína persónulegu menningu, tungumál og áhugamál í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða að miðla þjóðarmenningu eða upprunamenningu heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans.

Hátíðin hefst kl. 17:00 og má lesa nánar um hana hér í auglýsingu.