Milljarður rís - náttfataball

Í dag var náttfatadagur í skólanum. Auk þess dönsuðum við á sal fyrir átakið Milljarður rís.

Viðburðurinn Milljarður rís er að frumkvæði UN Women á Íslandi. Með því að taka þátt í þessum viðburði erum við að taka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Það fellur vel að áherslum Grunnskóla Reyðarfjarðar en við mótmælum hverskonar ofbeldi.

Myndir frá viðburðinum má sjá efst í hægra horni heimasíðunnar undir Myndir.