Myrkir dagar

Fimmtudaginn 31.október mætum við í búningum, erum í dökkum fötum eða erum hræðileg til fara. Í lok dags verður ball á sal skólans. Þura og Rúna ætla að lesa draugabækur fyrir elstu deildina í leikskólanum klukkan 13:00 og fyrir Skólaselið milli 14:00 og 15:00. Þura ætlar svo að vera á bókasafninu og lesa fyrir eldri krakka klukkan 17:00.  Föstudaginn 1.nóvember förum við í leikskólann Lyngholt og þar verður sungið, drukkið kakó og borðaðar kleinur. Svo verður draugahús á bókasafninu í skólanum fyrir þá sem þora.

Höf. Kristín Mjöll Guðlaugardóttir