Myrkir dagar

Myrkir dagar voru haldnir í skólanum 3 og 4 nóv. Fyrri daginn fóru nemendur á leikskólalóð þar sem var samsöngur með leikskólabörnum. Í lokin gæddu allir sér á kleinum og heitu kakói. 

Á föstudeginum var svo búningadagur. Það mættu allskonar ógnvekjandi verur í skólann þann dag og allir sem þorðu fóru í draugahús á bókasafninu sem nemendaráðið gerði svo frábærlega. 

Í lok dags var síðan ball á sal þar sem allar verurnar dönsuðu sig inn í helgina. 

Hér má sjá myndir af þessum dögum