Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í gær hlupu nemendur Ólympíuhlaup ÍSÍ. Nemendur hlupu mislangar vegalengdir eftir aldri og áhuga. 57 nemendur hlupu 10 km og þar af 3 sem bættu við og hlupu 12,5 km. Nemendur stóðu sig allir vel og margir lögðu hart að sér að ná markmiðum sínum. Kennarar settu upp hressingastöðvar á hlaupaleiðinni þar sem boðið var upp á vatn og bananabita.

Ólympíuhlaupið hefur verið árlegur viðburður til margra ára og síðustu ár hlaupið úti. Þó boðið sé upp á mislangar vegalengdir er áherslan fyrst og fremst á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Með hlaupinu er verið að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Hér má sjá myndir frá hlaupinu.