Olympíuhlaup ÍSÍ sett á Reyðarfirði

Nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar hafa á hverju hausti hlaupið Olympíuhlaup ÍSÍ. Það er okkur því mikill heiður að fá að setja Olympíuhlaupið á landsvísu þetta árið.

Hlaupið fer fram á morgun, fimmtudaginn 9. september og hefst kl. 10:00. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna kemur til okkar og hitar krakkana upp. Mikilvægt er að vera í góðum hlaupaskóm og í fatnaði við hæfi.