Öskudagur

Öskudagur, svo bjartur og fagur, átti sannarlega vel við á Reyðarfirði þetta árið þegar nemendur þrömmuðu uppáklæddir syngjandi um bæinn og þáðu að launum gotterí hjá fyrirtækjum og stofnunum bæjarins.

Eftir góða göngu var kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttahúsinu við mikinn fögnuð. Skemmtilegur dagur að baki.