Öskudagur með öðru sniði

Miðvikudaginn 17. febrúar er öskudagur og er venjan sú að nemendur fari saman í hópum frá skólanum til að syngja í fyrirtækjum og fá að launum sælgæti eða einhvern annan glaðning. Slíkt fellur hins vegar ekki vel að takmörkunum vegna farsóttar. Ekki er því gert ráð fyrir að fyrirtæki taki á móti börnum á Reyðarfirði þennan dag. Þess í stað höfum við ákveðið að vera með stöðuga dagskrá í skólanum frá kl. 8:10 til 13:10. Við höldum gjarnan fjölgreindaleika í nóvember þar sem nemendur fara í fámennum hópum um skólann og leysa allskyns þautir. Þar sem ekki gafst tækifæri til að halda slíka leika á síðasta ári ætlum við að slá í eina, á öskudag og hafa hér stanslaust fjör. 

Við hvetjum nemendur til að mæta í búningum þennan dag og munu nemendur fá sælgæti að launum fyrir vel unnin störf í hópunum.

Skóladagur allra nemenda er til kl. 13:10.

Skólasel er opið samkvæmt hefðbundnu skipulagi.