Patryk Lukasz í Upptakti

Róbert Nökkvi, 12 ára frá Vopnafirði og Patryk Lukasz, 15 ára frá Reyðarfirði, sem komust áfram frá …
Róbert Nökkvi, 12 ára frá Vopnafirði og Patryk Lukasz, 15 ára frá Reyðarfirði, sem komust áfram frá Austurlandi.

Patryk Lukasz nemandi í 9. bekk fékk boð um að taka þátt í Upptakti, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, þar sem hann fékk tækifæri til að vinna tónlistina sína áfram með hjálp listamanna.

Patryk sem hefur stundað nám í Tónlistarskóla Reyðarfjarðar frá unga aldri ákvað að senda inn tónsmíðar sínar inn í keppnina. Hann komst inn, og verður einn af tólf þátttakendum. Lög þeirra verða flutt af reyndum tónlistarmönnum í Silfurbergi í Hörpu á barnamenningarhátíð í Reykjavík 9. apríl næstkomandi. Lesa má nánar um þessa frétt á Austurfrétt.