Piparkökugleði

Í dag máluðu nemendur á piparkökur og hlustuðu saman á jólalögin. Þessi árlega stund er alltaf jafn skemmtileg. Nemendaráð mætir árla morguns til að raða upp borðum og búa til glassúr. Það voru síðan nemendur 2. bekkjar sem stjórnuðu jólasöng til að byrja með. Í framhaldi af því dreifðu fulltrúar nemendaráðs piparkökum og glassúr á borðin og máluðu nemendur af miklum móð. Dagurinn var auk þess rauður dagur eins og sjá má á myndunum.