Piparkökur og jólahúfur

Í dag gátum við málað piparkökur og hlustað á jólalögin. Segja má að jólaandinn hafi sannarlega svifið yfir vötnum í Grunnskóla Reyðarfjarðar í dag.

Í stað þess að hittast öll á sal, líkt og við gerum venjulega á þessum árstíma, máluðu nemendur á piparkökur í sínum stofum og falleg jólalög ómuðu um allan skóla. Hér má sjá myndir frá piparkökumálun.