Rauður dagur og piparkökumálun

Við komum saman á sal á hverjum morgni, vandlega hólfuð niður eftir fjölda og syngjum jólalögin. Hver bekkur fær að velja lög einu sinni og í dag voru það nemendur 3. bekkjar sem völdu lögin og stjórnuðu söng af sviði ásamt Díönu.

Í dag var líka rauður dagur og gaman að líta yfir salinn og sjá þennan prúðbúna rauðklædda hóp syngja hástöfum fallegu jólalögin okkar. Eftir sönginn fór hver bekkur í sína stofu til að mála piparkökur.