Samverustund á aðventu

Síðast liðinn þriðjudag áttu nemendur og starfsfólk skólans, átti ásamt foreldrum, ánægjulega samverustund á jólaföstu.

Unglingastigið spilaði félagsvist og tóku margir foreldrar þátt. Á mið- og yngsta stigi var einnig spilað en þar var einnig í boði að föndra, mála, perla, sauma og margt fleira. Á öllum hæðum voru kaffihús þar sem menn gátu sest niður og fengið sér rúllutertu með rjóma ásamt öðru góðgæti. 

Á neðstu hæðinni stóð foreldrafélag skólans fyrir útskurði á laufabrauði sem nemendur fengu svo nýsteikt með sér heim. Virkilega ánægjuleg stund sem má sjá fleiri myndir af hér.