Sjálfskaðahegðun unglinga - hvað er til ráða?

Í síðustu viku héldu þær Ragnheiður Jara Rúnarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur og Sigurlín Kjartansdóttir yfirsálfræðingur hjá HSA fræðslufund fyrir foreldra um sjálfskaðahegðun unglinga. Erindi þeirra Rögnu og Sigurlínar voru mjög fróðleg en þær fóru yfir skilgreiningar á sjálfskaðahegðun, ástæður fyrir slíkri hegðun og til hvaða ráða foreldrar geti gripið. Hegðun af þessum toga sprettur oftar en ekki af vanlíðan, þegar unglingar eiga erfitt með að koma vanlíðan sinni í orð og leita sér hjálpar. Því er mikilvægt að foreldrar séu vakandi fyrir líðan unglingsins síns. Enn og aftur er minnt á mikilvægi þess tíma sem fjölskyldan ver saman. Mjög góðir bæklingar hafa verið gefnir út með upplýsingum fyrir unglingana okkar og foreldra og aðstandendur. Hér má sjá bækling þar sem farið er með unglingnum í gegnum til hvaða ráða hann geti gripið líði honum illa. Þessi bæklingur er einnig fyrir unga fólkið, vini þeirra og fjölskyldur en í honum er farið í gegnum hvað sjálfskaði er. Að lokum er svo góður bæklingur ætlaður foreldrum. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur þessa bæklinga.