Skólablak í höllinni

Blaksambandið í samstarfi við UMFÍ, ÍSÍ og CEV (Confederation European Volleyball) stóð fyrir Grunnskólamóti í blaki sl. mánudag fyrir nemendur í 4. - 6. bekk. Nemendur frá Norðfirði, Reyðafirði, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði spiluðu saman í Fjarðabyggðahöllinni.

Markmiðið með verkefninu er:

  • Auka þekkingu og sýnileika á blakíþróttinni
  • Aukin færni kennara til kennslu á blaki
    • Námskeið/Fræðsla
  • Hópefli og skemmtun fyrir nemendur
  • Allir fá verkefni við hæfi

Mót af sama tagi verða haldin víðsvegar um landið; á höfuðborgarsvæinu, á Akureyri, Ísafirði, Reyðarfirði, Hveragerði og  Suðurnesjum.

Hér má sjá fleiri myndir frá blakmótinu.