Skólahreysti í kvöld!

Í kvöld keppir lið Grunnskóla Reyðarfjarðar í úrslitum Skólahreysti í Laugardalshöll í Reykjavík.

Keppnin hefst klukkan 20:00 og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á RUV. Við hvetjum alla þá sem staddir eru í Reykjavík á þessum tíma að mæta í Laugardalshöll og hvetja okkar fólk.

Áfram Reyðarfjörður!