Skólahreystimeistarar Austurlands!

Kjartan, Ólafur, Perla, Auður, Bragi og Ásdís
Kjartan, Ólafur, Perla, Auður, Bragi og Ásdís

Lið Grunnskóla Reyðarfjarðar sigraði Austurlandsriðil Skólahreysti í gær, í fyrsta skipti.

Frábær árangur hjá krökkunum eftir spennandi keppni en fyrir hraðabrautina var skólinn í öðru sæti. Það voru því mikil gleðilæti sem brutust út hjá litríku og samheldnu stuðningsliði á pöllunum þegar útslitin voru kunngerð.

Í liði Grunnskóla Reyðarfjarðar eru Auður Rós Þormóðsdóttir, Bragi Halldór Hólmgrímsson, Perla Sól Sverrisdóttir og Ólafur Jónsson. Varamenn voru þau Ásdís Iða Hinriksdóttir og KJartan Mar Garski Ketilsson.

Það er ljóst að þrotlausar æfingar í vetur, undir styrkri stjórn Önnu Mariu Skrodzka Peta, íþróttakennara, skila hér góðum árangri.

Til hamingju öll!