Skólastarf hefst að nýju

Á morgun, þriðjudaginn 22. ágúst, hefst skólastarf að nýju eftir sumarfrí.

Nemendur koma þá ásamt forráðamönnum sínum, í viðtöl við umsjónarkennara sína þar sem þeir fá m.a. afhenta stundatöflu. Skólastarf hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst. Við hlökkum til vetrarins og samstarfsins við nemendur og forráðamenn þeirra.