Skólastarf næstu viku

Vikan sem nú er á enda hefur gengið vel. Ný reglugerð sóttvarnaryfirvalda gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum frá fyrri reglugerð nema nú má kenna íþróttir. Næsta vika verður því með svipuðu sniði en þó verða nokkrar breytingar:

1. Skipulag mánudags og þriðjdags verður með sama hætti og dagar þessarar viku hafa verið.

2. Starfsdagur er 18. nóvember. Þá verður hvorki skóli né skólasel.

3. Fimmtudagur og föstudagur verða með eitthvað breyttu sniði og mun það verða útskýrt nánar á mánudag.