Snjórinn gleður

Krakkarnir tóku glaðir á móti snjónum og hafa notið þess að renna sér í brekkunni ofan við skólann.

Starfsfólk skólans reynir að stjórna umferð í brekkunni en stundum verða árekstrar og því mikilvægt að brýna fyrir öllum að fara varlega.

Það er mikilvægt að allir klæði sig vel og eftir veðri því það er ekkert gaman að leika úti blautur og kaldur. Og nú er enn mikilvægara en fyrr að þeir sem eru  í Skólaseli séu með aukafatnað.