Sólin er komin!

Á hverju ári fögnum við henni, þegar hún dettur hér inn um gluggana hjá okkur í febrúar.

Blessuð sólin er alltaf jafn mikill gleðigjafi. Hún hverfur úr þorpinu okkar í byrjun nóvember og kemur aftur í byrjun febrúar. Sólin léttir lund og bætir geð og gengur nú í lið með okkur að þreyja það sem eftir lifir af vetri. Og að sjálfsögðu bakaði miðstigið sólarpönnukökur, í tilefni dagsins.

Í tilefni af komu sólarinnar fengum við þessa fallegu sólarvísu eftir Óskar Ágústsson lánaða:

Við sáum ei sólina lengi,
og sýndist allt fyrir bí.
Þá birtist hún þessi blessun,
og brosti í Hrútaskarði,
við fundum þá fyrr en varði
fegurð lífsins á ný.
Því hún býr í brjóstum okkar
bara ef við treystum því.