Starfsdagur 18. nóvember

Umhverfishópurinn okkar að störfum
Umhverfishópurinn okkar að störfum

Við viljum minna á að miðvikudaginn 18. nóvember er starfsdagur í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Þann dag er enginn skóli og Skólaselið verður einnig lokað.

Daginn nota kennarar til að sitja námskeið hjá Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektor við tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Vanda kom til ykkar í haust og var með kennurum heilan dag á starfsdögum þar sem hún lagði inn námsefni sem nefnist Verkfærakistan. Tilgangur þess er að auka færni og þekkingu kennara á því að koma auga á börn í félagslegum vanda ásamt því að kenna þeim árangursríkar aðferðir til hjálpar. Vanda verður svo aftur með okkur á starfsdegi í febrúar. Hér má sjá meira um námskeiðið Verkfærakistan.

Dagurinn verður einnig notaður til að sótthreinsa snertifleti og leikföng m.a. í Skólaseli. Einnig þarf að ígrunda stundatöflur enn og aftur þar sem nýjar sóttvarnarreglur kveða á um að nú megi kenna íþróttir. Við biðjum ykkur um að fylgjast vel með fréttum hér á heimasíðunni.