Stóra upplestrarkeppnin

Hópurinn sem keppti fyrir hönd skólans 2020.  Manda, Elín Eik, Lukaz og Viktor Franz
Hópurinn sem keppti fyrir hönd skólans 2020. Manda, Elín Eik, Lukaz og Viktor Franz

Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í dag í safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju. Keppnina átti að halda í vor en vegna Covid 19 var henni frestað þar til nú. Skólakeppnin fór fram í vor og þar voru þau Elín Eik Guðjónsdóttir, Manda Ómarsdóttir og Lukas Snarska valin til að keppa fyrir hönd skólans en Viktor Franz Bjarkason var varamaður. Þuríður Haraldsdóttir þjálfaði nemendur. Elín Eik Guðjónsdóttir hreppti fyrsta sæti keppninnar í ár og öll stóðu krakkarnir sig mjög vel. Innilega til hamingju öll.