Þemavika

Í gær hófst þemavika í skólanum, varð Harry Potter fyrir valinu. Skólastofur, gangar og íþróttahús iða af lífi. Töfrasprotar, vöfflur, möffins, skykkjur, uglur og fleira skemmtilegt verður til og íþróttaleikurinn Quidditch er leikinn í íþróttahúsinu. Ekki er annað að sjá en að nemendur og starfsfólk skólans uni sér vel við leik og starf. Í þemavikunni lýkur skóladegi kl. 13:10.