Þjóðdansar á degi fullveldis

Í gær, 1. desember, voru 104 ár liðin síðan Ísland varð frjáls og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku.

Nemendaráði Grunnskóla Reyðarfjarðar fannst við hæfi að halda upp á þennan dag en það voru einmitt stúdentar sem á sínum tíma tóku þennan dag upp á sína arma og gerðu að hátíðardegi þar sem þeim fannst vanta að hans væri minnst af tilhlýðilegri virðingu.

Hér var því fullveldisins minnst á þann hátt að fáni var dregin að hún í morgunsárið, allir mættu í fötum í fánalitum og dansaðir voru gömlu dansarnir í íþróttahúsinu. 

Það skein gleði og ánægja úr andlitum nemenda þegar þeir dönsuðu Óla skans, skottís og fleiri skemmtilega dansa sem þau hafa verið að æfa í íþróttum undanfarnar vikur. Sannkallaður hátíðardagur.

 Hér má sjá fullt af myndum frá dansinum.