Þjóðleikur

Um helgina fór fram leiklistarhátíðin Þjóðleikur. Hátíðin fór fram á Egilsstöðum og sögðu nemendur 8. bekkjar í leiklistarvali frá vinnu nemenda í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Þjóðleikur er vettvangur fyrir ungt leikhúsáhugafólk og höfunda til að spreyta sig á list leikhússins. Þjóðleikhúsið veitir þjálfun og fær leikskáld til að skrifa ný verk fyrir unga fólkið sem vinnur að sýningum á þeim í heimabyggð.

Þjóðleikur er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og margra grunn- og framhaldsskóla, menningarráða, sveitarfélaga og áhugaleikfélaga á landsbyggðinni. Markmið verkefnisins er að styrkja leiklistariðkun ungs fólks og auka áhuga þess á leiklist, auk þess að efla íslenska leikritun.

Kórónufaraldurinn sett strik sitt í reikninginn og þannig hefur ekki tekist að halda hátíðina undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa skólarnir sett upp verk á það á líka við um okkur.