Þorrablót nemenda í 1. - 4. bekk

Nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar héldu sitt þorrablót í vikulokin. Þrátt fyrir að Þorri blessaður væri ekki formlega mættur tókum við forskot á sæluna og fögnuðum komu hans með stæl.

Nemendur 1. - 4. bekkjar halda sitt þorrablót á skólatíma. Þar þjóna kennarar og annað starfsfólk skólans til borðs og stíga svo á stokk með alls kyns sprell og læti nemendum til ómældrar gleði. Eftir borðhald er stiginn dans. 

Hér má sjá myndir frá þorrablóti yngri nemenda.