Túrgjöf

Ungmennaráð Múlaþings gefur öllum túrandi ungmennum í 9.-10. bekk á öllu Austurlandi veglega gjöf með fjölnota túrvörum.

Hver gjöf er að andvirði 13 þúsund króna en hún inniheldur 3 mismunandi túrvörur; túrbrók, fjölnota dömubindi og tíðarbikar.

Verkefnið nær í raun lengra en bara til Austurlands vegna þess að fyrir hvern seldan tíðarbikar gefur framleiðandinn einn bikar til einstaklings í neyð. Þannig munu um 150 bikarar rata til þeirra sem annars hefðu ekki efni á slíkum.

Í dag fengu þeir einstaklingar sem fara á blæðingar í 9. og 10. bekk í Grunnskóla Reyðarfjarðar sínar gjafir, fyrstir allra. Sýnishorn af túrbrókum voru mátaðar og stærðir sendar til starfsmanns ungmennaráðsins sem gengur frá pöntun.

Ungmennaráðið fékk styrk frá Alcoa Fjarðaál til þess að vinna verkefnið.